Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
varúðarreglan um eftirlit
ENSKA
precautionary principle on supervision
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Tæknilegir eftirlits- og framkvæmdarstaðlar ættu að stuðla að því að koma á sameiginlegri reglubók fyrir lög um fjármálaþjónustu sem leiðtogaráðið studdi í niðurstöðum sínum frá júní 2009. Að því marki sem ákveðnar kröfur í löggjöf Sambandsins eru ekki samræmdar til fulls, og í samræmi við varúðarregluna um eftirlit, þróun tæknilegra eftirlits- og framkvæmdarstaðla, tilgreiningu eða ákvarðanatöku um skilyrði fyrir beitingu þessara krafna, ættu þær ekki að hindra aðildarríkin í því að fara fram á viðbótarupplýsingar eða framfylgja strangari kröfum. Tæknilegir eftirlits- og framkvæmdarstaðlar ættu því að gera aðildarríkjum kleift að krefjast viðbótarupplýsinga eða gera strangari kröfur á sértækum sviðum, ef slíkar lagagerðir kveða á um slíkt svigrúm.


[en] Regulatory and implementing technical standards should contribute to a single rulebook for financial services law as endorsed by the European Council in its conclusions of June 2009. To the extent that certain requirements in Union legislative acts are not fully harmonised, and in accordance with the precautionary principle on supervision, regulatory and implementing technical standards developing, specifying or determining the conditions of application for those requirements should not prevent Member States from requiring additional information or imposing more stringent requirements. Regulatory and implementing technical standards should therefore allow Member States to require additional information or impose more stringent requirements in specific areas, where those legislative acts provide for such discretion.


Rit
[is] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/51/ESB frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipunum 2003/71/EB og 2009/138/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009, (ESB) nr. 1094/2010 og (ESB) nr. 1095/2010 að því er varðar valdsvið Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) og Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin)


[en] Directive 2014/51/EU of the European Parliament and of the Council of 16 April 2014 amending Directives 2003/71/EC and 2009/138/EC and Regulations (EC) No 1060/2009, (EU) No 1094/2010 and (EU) No 1095/2010 in respect of the powers of the European Supervisory Authority (European Insurance and Occupational Pensions Authority) and the European Supervisory Authority (European Securities and Markets Authority)


Skjal nr.
32014L0051
Aðalorð
varúðarregla - orðflokkur no. kyn kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira